Áður fyrr hélt fólk að ákveðnar kryddjurtir væru vörn gegn tröllum. Brauð og salt var gjarnan innflutningsgjöf til að varna hungri. Langafi gat stoppað blæðingar með því að fara með þulu. Illt skyldi með illu út kveða. En það heyrir sögunni til að nota galdra gegn því sem vekur ugg og ótta.
En óttinn er enn til staðar, þrátt fyrir allar heimsins tækniframfarir og þekkingu. Kannski er þetta sami ótti, í nýjum búningi. Við hræðumst það sem við skiljum ekki.
Það hlýtur að vera einhver leið til að verjast tröllunum.